fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup segjast 65% þeirra sem taka afstöðu hlynnt frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum sem samþykkt var á Alþingi þann 14. júlí síðastliðinn á meðan rúmlega 24% eru andvíg því. Rúmlega 11% segjast hvorki hlynnt né andvíg.

Karlar eru frekar andvígir frumvarpinu en konur sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar því. Fólk á milli fimmtugs og sjötugs er frekar hlynnt frumvarpinu en fólk sem er yngra eða eldra og íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk með háskólapróf er frekar hlynnt frumvarpinu en fólk með minni menntun. Fólk með hæstu fjölskyldutekjurnar er frekar andvígt frumvarpinu en fólk með lægri tekjur.

Þau sem kysu stjórnarflokkanna ef kosið yrði til Alþingis í dag eru helst hlynnt frumvarpinu en þau sem kysu Sjálfstæðisflokk eða Miðflokkinn eru helst andvíg því, eða þrjú af hverjum fjórum. Ríflega 93% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru hlynnt frumvarpinu á móti 17% þeirra sem styðja hana ekki. Innan við 2% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru andvíg frumvarpinu en rúmlega 68% þeirra sem styðja hana ekki.

Meirihluti landsmanna segist hafa kynnt sér efni frumvarpsins vel eða nær 55% á meðan rúmlega 24% segjast hafa kynnt sér það illa eða ekkert. Karlar eru líklegri til að hafa kynnt sér efni frumvarpsins vel sem og fólk með hærri fjölskyldutekjur.

Ríflega 65% þeirra sem taka afstöðu segjast sátt við ákvörðun forseta Alþingis um að breyta neyðarhemli 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Tæplega 26 prósent eru ósátt.

Rúmlega sjö af hverjum tíu sem taka afstöðu telja að málflutningur stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um frumvarpið hafi verið málþóf til að hindra framgang frumvarpsins gegnum þingið.

Nær 64% þeirra sem taka afstöðu telja að stjórnin hafi staðið sig betur en stjórnarandstaðan þegar kemur að veiðigjaldafrumvarpinu og afgreiðslu þess en tæplega 22% telja að stjórnarandstaðan hafi staðið sig betur. Fólk milli fimmtugs og sjötugs telur frekar en yngra og eldra fólk að stjórnin hafi staðið sig betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu