fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 16:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu hefur, fyrir hönd ólögráða sonar síns, stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir dóm og krefst þess að viðurkennt verði að maðurinn sé ekki faðir drengsins. Hafði konan átt í sambandi við annan mann á meðan sonurinn var getinn, en eiginmaðurinn hélt framhjá henni. Krefst konan þess að sá maður verði skráður faðir drengsins. Hins vegar er ekki vitað hvar eiginmaðurinn fyrrverandi er búsettur og hann hefur ekki fundist.

Þegar barnið fæddist voru konan og fyrrverandi maðurinn enn gift og hann því skráður faðir drengsins í samræmi við faðernisreglu barnalaga.

Hins vegar kemur fram í stefnunni að á þeim tíma sem barnið var getið hafi hún átt í kynferðislegu sambandi við annan mann sem gangist við því að vera faðir drengsins og það sé því ótvírætt að hann sé faðirinn. Það hefur raunar verið staðfest af embætti Sýslumannsins á Suðurnesjum að sá maður sé barnsfaðir konunnar og hann greiðir meðlag. Í stefnunni segir hins vegar að hann sé þó ekki skráður faðir drengsins hjá Þjóðskrá þar sem feðrun á grundvelli faðernisreglu hafi ekki verið véfengd fyrr en núna.

Útilokað

Konan fullyrðir að hún og eiginmaðurinn fyrrverandi hafi ekki átt í kynferðislegu sambandi á getnaðartíma barnsins og sé því útilokað að hann geti verið faðirinn. Hún hafi fengið lögskilnað frá manninum á grundvelli hjúskaparbrots fjórum árum eftir að drengurinn fæddist. Það kemur þó ekki fram í stefnunni hvenær hjúskaparbrotið átti sér stað.

Konan telur víst að eiginmaðurinn fyrrverandi muni ekki mótmæla kröfunni en áskilur sér rétt til að krefjast DNA-rannsóknar.

Þar sem heimilisfang eiginmannsins fyrrverandi er óþekkt og ekki hefur tekist að hafa upp á honum er stefnan birt í Lögbirtingablaðinu. Honum er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið þar fyrir í haust. Mæti hann ekki má búast við því að dómur falli og orðið verði við kröfu konunnar og drengsins.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings