Víkingur Reykjavík er eina íslenska liðið sem komst áfram í Sambandsdeildinni í kvöld eftir leik við Vllaznia frá Albaníu.
KA og Valur töpuðu sínum einvígum í kvöld en Víkingar höfðu betur 4-2 gegn Vllaznia eftir að hafa tapað þeim fyrri 2-1.
Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk fyrir Víkinga og var það seinna á 86. mínútu til að tryggja framlengingu.
Bekim Balaj skoraði bæði mörk Vllaznia í venjulegum leiktíma en þau voru bæði af vítapunktinum.
Róbert Orri Þorkelsson var svo hetja Víkinga í framlengingu og skoraði sigurmarkið til að tryggja 4-2 sigur.