Það verður undir Benjamin Sesko komið hvort hann fari til Newcastle eða Manchester United í sumar.
Fabrizio Romano greinir frá í kvöld en hann segir að United sé búið að tjá RB Leipzig að félagið sé tilbúið að bjóða í leikmanninn ef hann er tilbúinn að koma til Manchester.
Newcastle vill mikið fá Sesko sem myndi taka við af Alexander Isak sem er líklega á leið til Liverpool.
Þetta gæti endað sem löng barátta um leikmanninn en Sesko er mjög öflugur sóknarmaður og er að horfa í kringum sig.
Hvort hann vilji semja við Newcastle eða United verður að koma í ljós fyrir gluggalok.