Florian Wirtz fékk athyglisverð verðlaun fyrir það að hafa verið valinn maður leiksins gegn Yokohama Marinos í vikunni.
Um var að ræða vináttuleik þessara liða en Wirtz átti flottan leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska félagið.
Wirtz kostaði Liverpool um 120 milljónir í sumar og er búist við miklu af leikmanninum sem kom frá Bayer Leverkusen.
Hann fékk um 825 þúsund krónur í verðlaun fyrir það að vera valinn bestur í viðureigninni eða eina milljón yen.
Það er ekki það eina en Wirtz fékk einnig bikar fyrir frammistöðuna og ljóst að Japanarnir eru afskaplega vingjarnlegir við sína gesti á undirbúningstímabilinu.