Ásmundur Haraldsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna en þetta var staðfest í kvöld.
Ásmundur hefur lengi starfað hjá kvennalandsliðinu en hann sinnti starfinu frá 2013 til 2018 og var ráðinn aftur til starfa 2021.
Hann tók þátt á þremur stórmótum eða EM 2017, 2022 og 2025. KSÍ þakkar Ásmundi fyrir vel unnin störf og staðfestir hans brottför.
Tilkynning KSÍ:
Takk fyrir samstarfið, Ási!
Ásmundur Haraldsson lætur nú af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna. Ásmundur gegndi starfi aðstoðarþjálfara liðsins árin 2013-2018, tók aftur við stöðunni árið 2021 og hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins á þremur stórmótum – EM 2017, EM 2022 og EM 2025.
KSÍ þakkar Ásmundi kærlega fyrir samstarfið öll þessi ár og óskar honum alls hins besta í komandi verkefnum.
Takk fyrir allt, Ási!