Það eru ekki allir sem kannast við konu að nafni Mia Carragher en hún er dóttir fyrrum varnarmannsins Jamie Carragher.
Mia hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta eins og faðir sinn og hefur snúið sér að leiklist og er að ná flottum árangri á því sviði.
Hún er nú búinn að næla sér í stórt hlutverk í leikhúsi en hún mun fara með hlutverk Katniss Everdeen í leikritinu Hunger Games.
Hunger Games eru mjög frægar bíómyndir sem margir kannast við en nýtt leikrit verður frumsýnt á Englandi á þessu ári.
Mia er 21 árs gömul og hefur tjáð sig um hlutverkið en hún er gríðarlega spennt fyrir því að taka að sér hlutverkið.
,,Ég er svo spennt og svo stolt af því að leika Katniss. Það er draumur að fá að taka við þessu hlutverki og sjá leikritið verða að veruleika,“ sagði Mia.
,,Ég er sjálf aðdáandi og það er mikill heiður að vera hluti af Hunger Games heiminum.“