fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa látið óánægju sína í ljós með ummæli Luis Diaz eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Bayern Munchen.

Diaz fór til Bayern á dögunum eftir nokkur góð ár með Liverpool, þar sem hann átti til að mynda stóran þátt í að hjálpa liðinu að vinna Englandsmeistaratitilinn í vor.

„Mig langaði að fara til Bayern því þetta er félag sem hentar mínum markmiðum vel. Ég hef miklar væntingar og langaði því í stórt félag með metnað. Mig langar að vinna allt hér,“ sagði Diaz um skiptin.

Þetta fór öfugt ofan í einhverja netverja sem hafa látið Kólumbíumanninn heyra það.

„Er Liverpool ekki stórt félag?“ skrifaði einn. „Er hann að segja að Liverpool sé ekki metnaðarfullt félag?“ skrifaði annar og margir tóku í svipaðan streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“
433Sport
Í gær

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Í gær

Isak forðast Newcastle

Isak forðast Newcastle