Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, mun ekki hlusta á nein tilboð frá öðrum félögum í sumar samkvæmt fréttum frá Spáni.
Framherjinn er orðinn 36 ára gamall en það var ekki að sjá á síðustu leiktíð, er hann skoraði 42 mörk í 52 leikjum fyrir Börsunga.
Lewandowski á ár eftir af samningi sínum við Barcelona og var hann í vikunni orðaður við önnur félög, sér í lagi í Sádi-Arabíu.
Samkvæmt spænska blaðinu Sport vill Pólverjinn þó ólmur spila áfram á efsta stigi fótboltans fyrir Barcelona og er því ekki á förum í bili.