Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur verið hreinsaður af ásökunum um brot á veðmálareglum í kjölfar rannsóknar óháðrar eftirlitsnefndar. Félagið staðfestir þetta.
Enska knattspyrnusambandið hóf rannsókn á Brasilíumanninum fyrir um tveimur árum, en hann var sakaður um að fá viljandi gul spjöld í fjórum leikjum milli nóvember 2022 og ágúst 2023.
Paqueta hefði getað fengið lífstíðarbann frá knattspyrnu, hefði hann verið fundinn sekur. Nú hefur hann verið hreinsaður af öllu og getur haldið áfram með feril sinn.
Paqueta er 27 ára gamall og hefur hann verið á mála hjá West Ham síðan 2022. Hann hefur einnig leikið með Lyon, AC Milan og Flamengo í heimalandinu.
West Ham United can confirm that an independent Regulatory Commission has cleared Lucas Paquetá of misconduct charges made against him by the Football Association for alleged breaches of FA rule E5.
— West Ham United (@WestHam) July 31, 2025