Tottenham vann erkifjendur sína Arsenal í æfingaleik í Hong Kong í dag. Eina mark leiksins var skrautlegt.
Það var Pape Sarr sem skoraði markið eftir að Myles Lewis-Skelly tapaði boltanum á miðjunni í kjölfar sendingar David Raya.
Sarr tók eftir því að Raya stóð allt of framarlega, skaut frá miðju og skoraði. Þetta má sjá hér neðar.
Leikmenn Arsenal voru þó allt annað en sáttir þar sem þeir vildu meina að brotið hefði verið á Lewis-Skelly.
Pape Matar Sarr | Arsenal 0-1 Tottenham
Pape Matar Sarr hunt David Raya from halfway linepic.twitter.com/mKo8Y4loVs
— Goals Xtra (@GoalsXtra) July 31, 2025