Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld og eru einvígin galopin.
KA náði í ótrúlegt 1-1 jafntefli á útivelli gegn Silkeborg fyrir viku og tekur á móti Dönunum í seinni leik liðanna í kvöld. Hefst hann klukkan 18 á Akureyri.
Valur er í fínum málum eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Kauno Zalgiris frá Litháen. Liðin mætast á Hlíðarenda klukkan 18:30.
Víkingur þarf loks að snúa 2-1 tapi ytra gegn Vllaznia frá Albaníu við í Fossvoginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.