Alfreð Finnbogason er kominn með félagaskipti í Augnablik og fær leikheimild frá og með morgundeginum.
Alfreð er 36 ára gamall margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, en það er spurning hvort hann sé að taka skóna fram að nýju.
Alfreð starfar í dag sem tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, en Augnablik er venslalið félagsins.
Þess má geta að Alfreð á að baki tvö leiki með Augnablik frá því árið 2007.