Svissneski kantmaðurinn Dan Ndoye er genginn í raðir Nottingham Forest frá ítalska félaginu Bologna.
Hinn 24 ára gamli Ndoye var eftirsóttur í sumar eftir góða spretti á Ítalíu en er hann mættur í ensku úrvalsdeildina.
Forest greiðir Bologna tæpar 40 milljónir punda fyrir Ndoye og skrifar hann undir fimm ára samning.
Forest var óvænt í hörkubaráttu um Meistaradeildarsæti allt síðasta tímabil en þurfti að endingu að láta sér sæti í Sambandsdeildinni að góðu verða.
Now it's official. ✍️
— Nottingham Forest (@NFFC) July 31, 2025