Antony, leikmaður Manchester United, ætlar ekki að snúa aftur til Brasilíu í sumar þrátt fyrir áhuga þaðan. Þetta kemur fram í miðlum í heimalandi kappans.
Antony er á sölulista hjá United, en hann hefur ekkert getað í treyju liðsins frá því hann var keyptur á meira en 80 milljónir punda 2022.
Kantmaðurinn sló hins vegar í gegn á láni hjá Real Betis á seinni hluta síðustu leiktíðar. Félagið vill fá hann endanlega til sín en ekki er víst hvort það hafi efni á því.
Brasilískir miðlar segja að Botafogo og uppeldisfélag Antony, Sao Paulo, hafi reynt að fá Antony í sumar en hann hafnaði því.