fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Hojlund tjáir sig um framtíð sína – Segir fólk gleyma þessu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 11:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rasmus Hojlund vill vera áfram hjá Manchester United og bendir hann á að hann eigi mikið inni.

Danski framherjinn skoraði fyrir United í 4-1 sigri á Bournemouth í æfingaleik vestan hafs í nótt og ræddi framtíð sína eftir leik.

„Ég er enn mjög ungur, 22 ára. Ég hef lært mikið og mér finnst ég hafa sýnt það,“ sagði Hojlund, en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tveimur árum sínum hjá United.

„Undirbúningstíabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og mig langar að vera áfram hér,“ sagði hann enn fremur.

Hojlund hefur verið orðaður við brottför frá United í sumar, til að mynda aftur til Ítalíu, en enska félagið keypti hann frá Atalanta dýrum dómi.

Miðað við nýjustu ummæli hans verður hann hins vegar áfram á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“
433Sport
Í gær

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Í gær

Isak forðast Newcastle

Isak forðast Newcastle