Rasmus Hojlund vill vera áfram hjá Manchester United og bendir hann á að hann eigi mikið inni.
Danski framherjinn skoraði fyrir United í 4-1 sigri á Bournemouth í æfingaleik vestan hafs í nótt og ræddi framtíð sína eftir leik.
„Ég er enn mjög ungur, 22 ára. Ég hef lært mikið og mér finnst ég hafa sýnt það,“ sagði Hojlund, en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tveimur árum sínum hjá United.
„Undirbúningstíabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og mig langar að vera áfram hér,“ sagði hann enn fremur.
Hojlund hefur verið orðaður við brottför frá United í sumar, til að mynda aftur til Ítalíu, en enska félagið keypti hann frá Atalanta dýrum dómi.
Miðað við nýjustu ummæli hans verður hann hins vegar áfram á Old Trafford.