Hjá Newcastle skynja menn að Manchester United sé líklega að vinna kapphlaupið um Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig. Horfa þeir því annað.
Sesko var sterklega orðaður við Newcastle og var það talinn hans líklegasti áfangastaður fyrir örfáum dögum, þar til United kom af krafti inn í myndina.
Sesko hefur verið ansi eftirsóttur undanfarin ár og orðaður við fjölda stórliða. Newcastle sá hann sem arftaka Alexander Isak, sem gæti vel endað hjá Liverpool í sumar.
United er hins vegar líklegra til að hreppa hann og horfir Newcastle nú til manna eins og Ollie Watkins hjá Aston Villa, Nicolas Jackson hjá Chelsea og Rodrigo Muniz hjá Fulham.