KR hefur keypt Arnar Frey Ólafsson frá HK eftir tæpan áratug markvarðarins hjá Kópavogsfélaginu.
Arnar, sem er 32 ára gamall, varði mark HK framan af móti í Lengjudeildinni en hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum.
Nú fer hann til KR, þar sem Halldór Snær Georgsson er aðalmarkvörður.
Tilkynning HK
Knattspyrnudeild HK samþykkti í gærkvöldi kauptilboð í Arnar Frey Ólafsson markvörð HK.
Arnar Freyr er einn leikjahæsti leikmaður í sögu HK og spilaði fyrir félagið 265 leiki.
Hann gekk til liðs við HK árið 2016 og varð fljótt að lykilleikmanni liðsins. Hann hefur allann sinn HK feril verið fyrirmynd fyrir unga leikmenn félagsins og verið dyggur þjónn fyrir félagið, bæði innan og utan vallar.
Knattspyrnudeild HK vill þakka Arnari Frey kærlega fyrir veru hans hjá félaginu og óskum við honum velfarnaðar á nýjum slóðum.