Sesko er á mála hjá RB Leipzig og hefur verið mjög eftirsóttur. Var hann til að mynda orðaður við Arsenal, sem ákvað þó á endanum að krækja í Viktor Gyokeres frekar.
Slóveninn er nú sterklega orðaður við Newcastle sem hugsanlegur arftaki Alexander Isak, sem er sagður vilja fara til Liverpool. United virðist þó einnig vera möguleiki fyrir Sesko og í dag kom fram að félagið myndi ekki gefast upp í baráttunni um leikmanninn.
Það má búast við tilboði frá Newcastle á næstunni en það er ekki hægt að útiloka United í kapphlaupinu miðað við nýjustu fréttir. Sesko kostar um 80 milljónir evra.
🚨🔴 Manchester United are not giving up on Benjamin #Sesko. As revealed today, #MUFC have presented the player with clear figures and their project. Sesko is impressed by ManUnited’s efforts to sign him.
However: Newcastle are fully in the race and not backing down. An offer is… pic.twitter.com/7JyACpvKmd
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 28, 2025