Efnilegur knattspyrnumaður og mikill stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Birmingham lést á dögunum, aðeins 16 ára gamall.
Drengurinn hét Daniel Drewitt og drukknaði hann í stöðuvatni við almenningsgarð á dögunum, en þetta kemur fram í yfirlýsingu.
Félagið segir að hans verði minnst á góðgerðarleik Trevor Francis gegn Nottingham Forest á laugardag. Klappað verður á 16. mínútu.
Daniel er þannig lýst að hann hafi verið afar vel liðinn, vildu allir vera vinir hans vegna þess hversu góður hann var við alla. Mætti hann reglulega á leiki með afa sínum og vinum sínum.