fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Gunnar og Ívar óvænt reknir úr starfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 18:45

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR er búið að reka þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson úr starfi þjálfara kvennaliðs félagsins.

Gunnar og Ívar komu KR upp um deild í fyrra og situr liðið um miðja Lengjudeild sem nýliði. Ákvörðunin kemur mörgum því án efa á óvart.

Jamie Brassington mun stýra KR út leiktíðina, en félagið mun tilkynna um varanlegan eftirmann Gunnars og Ívars á næstunni.

Tilkynning KR
Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur tekið ákvörðun um að gera breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.

Ákveðið hefur verið að ljúka samstarfi við þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson, þjálfara liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar þeim báðum fyrir samstarfið og þeirra framlag til uppbyggingar kvennaknattspyrnunnar í KR og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

Stjórnin hefur þegar hafið vinnu við að finna nýjan þjálfara til að leiða næstu skref í uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar og mun tilkynna um ráðningu hans á næstunni. Jamie Brassington mun stýra liðinu út leiktíðina.

Stjórn knattspyrnudeildar KR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lánaður frá Chelsea til Frakklands

Lánaður frá Chelsea til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United heillar Sesko

Manchester United heillar Sesko
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leggja fram tilboð í Antony

Leggja fram tilboð í Antony
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur
433Sport
Í gær

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir