Manchester United er sagt hafa lagt fram tilboð í Morten Hjulmand, miðjumann Sporting í Portúgal.
Hjulmand, sem er lykilmaður hjá portúgölsku meisturunum, hefur verið sterklega orðaður við ítalska stórliðið Juventus undanfarið en nú segja ítalskir miðlar að United hafi tekið forskot í kapphlaupinu með því að leggja fram tilboð.
Tilboðið er sagt hljóða upp á 34 milljónir punda, en Juventus ku vilja um 42 milljónir punda fyrir Hjulmand.
Ekki er víst hvort Juventus geti yfirhöfuð fjármagnað kaup á danska landsliðsmanninum án þess að senda leikmann til Sporting á móti. Hafa Douglas Luiz og Arthur Melo verið nefndir í því samhengi.