Sádiarabíska félagið Al-Nassr, þar sem Cristiano Ronaldo er á mála, hefur boðið í Antony, leikmann Manchester United, samkvæmt Foot Mercato.
Antony er engan veginn inni í myndinni á Old Trafford og hefur æft einn í sumar og er ekki með United í ferð sinni til Bandaríkjanna.
Brasilíumaðurinn hefur ekkert getað hjá United frá komu sinni 2022 en sló hann hins vegar í gegn á láni hjá Real Betis á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Hefur Antony til að mynda verið orðaður aftur til Betis en samkvæmt nýjustu fréttum hafa Sádarnir boðið í hann. Ekki kemur fram hversu hátt tilboðið er.