Varnarmaðurinn Jan Bednarek er óvænt á leið til Portúgals en hann kemur til félagsins frá Southampton.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Bednarek verður keyptur fyrir um 7,5 milljónir evra.
Samkvæmt Romano og O Jogo þá er allt klárt og er búist við að skiptin verði kláruð í dag eða á morgun.
Bednarek er 29 ára gamall varnarmaður en hann hefur spilað með Southampton undanfarin átta ár.
Hann er pólskur landsliðsmaður og hefur spilað 223 deildarleiki fyrir Southampton síðan 2017.