fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. júlí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls ekki galin pæling að Cole Palmer muni einn daginn skrifa undir samning við Manchester United.

Þetta segir fyrrum þjálfari hjá félaginu, Rene Meulensteen, en Palmer er frá Manchester og studdi þá rauðklæddu sem krakki en samdi síðar við Manchester City.

Í dag er Palmer leikmaður Chelsea og er bundinn til 2033 en Meulensteen er á því máli að ef hlutirnir fara úrskeiðis í London að United væri frábær kostur fyrir enska landsliðsmanninn.

,,Þetta er ansi vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United en það sem kemur mér á óvart er að liðið reyndi ekki við hann á meðan hann var hjá City,“ sagði Meulensteen.

,,Þetta er leikmaður sem getur gert gæfumuninn – gæti hann spilað fyrir United í framtíðinni? Já ég held það, af hverju ekki?“

,,Hann er augljóslega með langan samning hjá Chelsea en stundum ganga hlutirnir ekki upp og sambandið verður súrt. Þá gæti United sýnt áhuga og þetta væri mögulega góður lendingastaður fyrir hann.“

,,Hann er að lokum stuðningsmaður United og myndi koma liðinu á hærra plan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“