Louis Saha er gríðarlega sár eftir að hafa frétt það að Marcus Rashford hafi yfirgefið lið Manchester United.
Saha er fyrrum leikmaður liðsins en Rashford hefur gert lánssamning við Barcelona sem endist út tímabilið – hann getur svo samið endanlega næsta sumar.
Saha er mikill aðdáandi Rashford en skilur af hverju enska stórstjarnan ákvað að semja á Spáni þar sem hlutirnir voru ekki að ganga upp á Old Trafford.
,,Þetta er ný byrjun fyrir hann og það eru svo sannarlega hlutir sem hann þarf að bæta sem bæði leikmaður og karlmaður,“ sagði Saha.
,,Það er eins og eitthvað hafi brotnað í Manchester og það er ástæðan fyrir brottförinni. Ég óska honum góðs gengis.“
,,Ég skil það sem Teddy Sheringham sagði í sumar, hann er ekki að sýna félaginu virðingu. Ég var svo, svo leiður þegar ég frétti þetta því hann er svo stór prófíll fyrir félagið. Ég var mjög vonsvikinn.“