Newcastle er búinn að finna þann framherja sem félagið vill fá ef Alexander Isak yfirgefur St. James’ Park í sumar.
Frá þessu greina bæði Express og Star en sá maður heitir Jorgen Strand Larsen og spilar með Wolves.
Larsen hefur staðið sig með prýði hjá Wolves en hann er stór og stæðilegur framherji og er allt öðruvísi leikmaður en Isak.
Isak hefur tjáð Newcastle að hann vilji skoða það að semja við annað félag í sumar en hann kostar yfir 120 milljónir punda.
Larsen er 25 ára gamall og kom til Wolves frá Celta Vigo en hann er 193 sentímetrar og er landsliðsmaður Noregs.