Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að félagið þurfi að taka stóra ákvörðun á næstunni þegar kemur að sóknarmanninum Alexander Isak.
Isak hefur tjáð Newcastle að hann vilji fara í sumar en félagið hefur lítinn áhuga á að selja en gæti neyðst til þess að lokum.
Howe vildi ekki staðfesta neitt í samtali við blaðamenn en virðist staðfesta að eitthvað sé í gangi á bakvið tjöldin.
,,Þú þarft alltaf að taka stórar ákvarðanir þegar þú vinnur fyrir Newcastle, þetta kemur með starfinu,“ sagði Howe.
,,Ég get ekki sagt hvenær hún verður tekin en í svona stöðu þá þarf allt að henta knattspyrnufélaginu.“
,,Við erum í sterkri stöðu fjárhagslega og viljum ná árangri. Auðvitað eru hlutir á gangi á bakvið tjöldin og Isak veit af því, hann er í fréttunum á hverjum einasta degi og það er ekki auðvelt fyrir neinn.“