fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 18:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur í hyggju að koma á fót brottfararstöð fyrir útlendinga sem vísa á úr landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda áform Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um að komið verði á fót brottfararstöð fyrir útlendinga sem vísa á úr landi með því að leggja fram frumvarp til laga þess efnis. Fram kemur í samantekt um áformin að enn sem komið er sé ekki á þessu stigi málsins vitað hvað rekstur hennar muni kosta ríkissjóð.

Í stuttri kynningu á áformunum á vef stjórnarráðsins segir ráðherrann að Ísland sé í dag eina Schengen-ríkið sem ekki rekur brottfararstöð. Ítrekað hafi verið bent á að ekki sé forsvaranlegt að vista umrædda einstaklinga í fangelsum landsins. Með þessu séu tekin markviss skref til að ná betri stjórn á landamærum Íslands og tryggja að málsmeðferð í útlendingamálum sé í samræmi við Norðurlöndin.

Skyldur

Í kynningunni segir enn fremur að markmiðið með fyrirhugaðri brottfararstöð sé að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Schengen-samstarfinu með því að setja skýrar reglur um hvenær og að hvaða skilyrðum uppfylltum sé heimilt að vista einstaklinga á brottfararstöð. Stefnt sé að því að samræma íslenska lagaumgjörð og framkvæmd í útlendingamálum við Norðurlöndin.

Vistun einstaklinga á brottfararstöð, í þeim tilgangi að flytja viðkomandi af landi brott, snerti grundvallarmannréttindi þeirra og sé  því háð ströngum takmörkunum. Í fyrirhuguðu frumvarpi til laga um brottfararstöðina séu settar skýrar reglur um skilyrði fyrir slíkri vistun, málsmeðferð fyrir dómstólum, réttindi og skyldur einstaklinga og fleira. Þá sé mælt fyrir um að vistun skuli aðeins koma til greina þegar vægari úrræði dugi ekki til. Segir enn fremur að frumvarpið byggi á langri undirbúningsvinnu en á undanförnum árum hafi eftirlitsaðilar Schengen-samstarfsins bent á að það brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands að vista útlendinga í þessari stöðu í fangelsi. Gert sé ráð fyrir að í brottfararstöð verði tryggður viðeigandi aðbúnaður og þjónusta fyrir einstaklinga sem bíði brottvísunar.

Óráðinn kostnaður

Frumvarpið sjálft eða drög að því eru ekki lögð fram í samráðsgátt heldur skjal þar sem gerð er grein fyrir áformunum um fyrirhugað frumvarp og annað skjal þar sem áhrif þessara áætlana eru greind.

Í fyrrnefnda skjalinu eru raktir helstu hvatar að áformunum og þeirra er einnig getið í kynningunni á vef stjórnarráðinu.

Þegar kemur að fjármögnun stöðvarinnar segir hins vegar í skjölunum í samráðsgáttinni að ekki liggi enn fyrir hvað hún muni kosta. Við samningu frumvarpsins verði gert ítarlegt kostnaðarmat á starfsemi og rekstri brottfararstöðvar sem muni liggja fyrir í endanlegu mati á áhrifum með frumvarpinu.  Við endanlegt kostnaðarmat verði litið til rekstrarkostnaðar sambærilegra úrræða í nágrannalöndum. Ríkislögreglustjóri starfræki úrræði fyrir einstaklinga sem bíða brottflutnings og sé sá kostnaður þegar fjármagnaður. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030 sé tillaga um árlega og varanlega fjárheimild að fjárhæð 500 milljónir króna til reksturs brottfararstöðvar. Ekki sé gert ráð fyrir að ráðist verði í nýbyggingu til að hýsa brottfararstöð en gera megi ráð fyrir að einskiptiskostnaður hljótist af því að breyta húsnæði sem verði tekið á leigu, svo fullnægja megi öllum skilyrðum sem sett séu um öryggiskröfur og aðgengi.

Það er því óljóst á þessari stundu hvort að þessar 500 milljónir króna á ári muni duga fyrir rekstri brottfararstöðvar en það mun væntanlega skýrast þegar frumvarpið verður lagt fram. Hvort það verður fljótlega þegar þing kemur saman í haust eða síðar á komandi þingvetri kemur ekki fram í áðurnefndum skjölum í samráðsgáttinni en umsagnarfrestur um þau rennur út 5. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn