fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. júlí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að tafir á Hvammsvirkjun snúist ekki um náttúruvernd heldur lagaflækjur og mistök í lagasetningu. Fyrr á árinu var virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun fellt úr gildi fyrir dómi.

Hörður segir í aðsendri grein á Vísir.is:

„Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit. Ástæðan er ekki sú að eitthvað hafi fundist athugavert við virkjunina sjálfa. Þetta hefur heldur ekkert með náttúruvernd að gera. Ástæðan er endalausar lagaflækjur, ágallar í málsmeðferð og mistök við lagasetningu.“

Hörður segir að undirbúningur Landsvirkjunar fyrir verkefnið hafi verið langur, vandaður og kostnaðarsamur. Ekkert hafi þar skort upp á fagmennsku. Segir hann að allt hafi verið klárt til framkvæmda árið 2021 og þá verið sótt um virkjanaleyfi. En þá hafi tekið við „einhver ótrúlegasta og óskilvirkasta málsmeðferð sem nokkurt verkefni á Íslandi hefur gengið í gegnum.“

Hann lýsir síðan tafsömum gangi málsins og segir síðan:

„Hvammsvirkjun, þessi mikilvæga framkvæmd, hefur frá árinu 2021 uppfyllt öll skilyrði sem gerð eru til undirbúnings virkjana. Samt erum við í þeirri stöðu árið 2025 að þurfa að sækja aftur um nýtt virkjunarleyfi á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti samhljóða nú í júní og öðluðust gildi 3. júlí. Við erum því á ný komin á byrjunarreit, ekki vegna annmarka á umsókn, mati á umhverfisáhrifum, rannsóknum, mótvægisaðgerðum eða öðru, heldur eingöngu formgalla. Landsvirkjun þarf því á ný að hefja umsóknarferlið með tilheyrandi kæruferli sem enn getur tafið verkefnið.“

Dýrar tafir

Hörður segir að vilji Alþingis sé skýr í málinu og sífellt fleiri geri sér grein fyrir nauðsyn þess að afla meiri grænnar orku. „Það ríkir mjög almennur vilji til að þessu langa og flókna spili ljúki loks og hægt sé að hefjast handa við meiri orkuöflun.“

Hann hvetur til þess að leyfisferli verði stytt en sífelldir kærufrestir og mistök við lagasetningu hafi dregið byggingu Hvammsvirkjunar úr öllu hófi fram. Þannig hafi tapast milljarðar. Styttra leyfisferli þurfa alls ekki að fela í sér óvandaðri skoðun.

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“