fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 19:30

Anna Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um bílastæðagjöld er ein sú háværasta um þessar mundir, og þá sérstaklega þegar kemur að of háum, ósanngjörnum og ósýnilegum slíkum gjöldum.

Anna Kristjáns, frægasti og skemmtilegasti Íslendingurinn á Tenerife, rifjar upp baráttu sína vegna slíkra gjalda í daglegum pistli sínum á Facebook. Segir Anna minningarnar hafa rifjast upp eftir umræður á Rás 2 í gær, en frumskógarlögmál virðist ríkja í málaflokknum.

Greinir Anna svo frá að þegar hún bjó í Svíþjóð á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar hafi nokkur fyrirtæki séð um að innheimta bifreiðastæðagjöld. Þau hafi verið misvel kynnt meðal almennings og yfirleitt illa þokkuð.

Einhverju sinni átti ég erindi í Älvsjömässan sunnan við Stokkhólm og þegar ég kom á svæðið svipaðist ég um eftir einhvers konar merki um gjaldskyldu en sá ekkert, lagði bílnum og enn sá ég engan stað þar ég átti að geta greitt fyrir stæðið. Klukkutíma síðar kom ég út aftur og þá var kominn sektarmiði á bílinn upp á 700 sænskar krónur. Daginn eftir hafði ég samband við innheimtufyrirtækið og kvartaði yfir þessu og mér var svarað fullum hálsi, bara borga. Ég hélt nú ekki sem og um 150 aðrir ökumenn höfðu einnig fengið sektarmiða þennan dag. Svo kom í ljós að stórt skilti sem var venjulega við aðkomuna að bílastæðunum hafði verið tekið niður vegna viðhalds og ekki komið upp aftur fyrr en eftir þennan dag.

Innheimtufyrirtækið hélt við sinn keip og hóf hópmálsókn gegn þeim 150 ökumönnum sem neituðu að greiða sekt. Sektirnar voru síðan felldar niður með dómi sökum ónógra merkinga á svæðinu. 

Einhverjum dögum eftir að mér hafði verið birtur dómurinn, hafði innheimtufyrirtækið samband og krafðist þess að ég greiddi sektina. Þá tilkynnti ég þeim á móti að ef ég heyrði frekar frá þeim myndi ég kæra þá fyrir tilraun til fjárkúgunar. Eftir það var ég blessunarlega laus við umrætt fyrirtæki.

Nokkrum árum seinna lenti Anna svo í öðru innheimtufyrirtæki sem reyndi að sekta hana fyrir að leggja í einkastæði þó að bílnum hafi verið lagt í gestastæði  (P-besökande). Ég náði mynd af bílnum á staðnum og það mál var auðleyst án kostnaðar fyrir mig.

Anna segist vona að meira en þremur áratugum síðar sé búið að koma skikki á bílastæðamál á Stokkhólmssvæðinu.

Mér skilst að það sé ágætt kerfi á þessu í Kaupmannahöfn. Hvernig væri að læra af þeim sem hafa gert hlutina vel?

Fyrir stuttu var Anna í viðtali við DV, sjá hér: Anna Kristjáns á Tenerife:Dásamlegt en einmanalegt hér – flyt bráðum heim í öryggið, fjölskylduna og áhugamálin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna