fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. júlí 2025 10:30

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalista, stóð naumlega af sér storm sem skapaðist um meinta hegðun hans á stefnumótaforritinu Grindr. Um var að ræða skjáskot af meintum kynferðislegum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt sem voru ágeng í meira lagi. Skjáskotin fóru í dreifingu, líkt og DV fjallaði um, eftir að Sæþór og hans fylgismenn höfðu náð völdum innan flokksins á aðalfundi sósíalista laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Sagði Sæþór dreifinguna vera tilraun til þess að koma höggi á sig og nýja forystu og endaði með að kæra dreifinguna til lögreglu.

Á bak við tjöldin varð hins vegar talsvert uppnám meðal forystumanna innan flokksins og voru sumir á því að Sæþór ætti að stíga frá borði. Þannig fjallaði DV um ályktun Dögunar – – félags ungra sósíalista á Norðurlandi sem send var framkvæmdastjórninni en þar hvöttu sósíalistarnir ungu til þess að Sæþór myndi víkja. Samkvæmt heimildum DV féll ályktunin í grýttan jarðveg í innsta hring nýrra valdhafa í flokknum og voru ungliðarnir meðal annars hvattir til þess að draga hana tilbaka þó það hafi ekki verið gert.

Engin ásökun komið frá einstaklingi

DV hefur nú undir höndum svar framkvæmdastjórnar sósíalista til ungliðanna þar sem loks var greint frá ferli málsins og röksemdum stjórnarinnar varðandi þá ákvörðun að Sæþór myndi sitja áfram í embætti.

„Framkvæmdastjórn fundaði strax og umrætt mál var birt í fjölmiðlum. Ítarlegar umræður um allar mögulegar hliðar málsins og viðbrögð stjórnar voru rædd opinskátt og skiptar skoðanir voru ræddar fyllilega. Formaður framkvæmdastjórnar byrjaði fundinn á því að biðja um álit allra stjórnarmeðlima og tjáði sig ekki sjálfur mest allan fundinn. Þá gaf hann sitt álit í lokin og hafði síðan frumkvæði að því að stíga út af fundinum sjálfur og að biðja stjórnina um að greiða atkvæði um málið án hans viðveru. Sem og stjórnin gerði.

Ákveðið var að staða formanns innan framkvæmdastjórnar yrði óbreytt vegna þess að engin haldbær sönnunargögn liggja fyrir um misferli. Engin ásökun hefur heldur komið fram frá einstaklingi sem á hlut að máli. Formaður framkvæmdastjórnar hefur neitað allri sök og segir skjáskotin fölsuð og séu því tilraun til ærumeiðinga og mannorðsmorðs,“ segir í svari framkvæmdastjórnar.

Töldu að málið myndi ekki enda í fjölmiðlum

Þá hafi það verið mat framkvæmdastjórnar að málið væri ekki þess eðlis að það yrði að fjölmiðlamáli.

„Það var þá þegar orðið ljóst að engir af stærri og alvörugefnari fjölmiðlunum þótti málið birtingarhæft, einungis Nútíminn hafði birt málið upprunalega, miðill sem stjórnað er af Frosta Logasyni. DV hafði þá bara gert frétt upp úr umfjöllun Nútímans en þá aðeins með viðbrögðum og sjónarmiðum formanns framkvæmdastjórnar í forgrunni. Síðan þá hefur DV fjallað áfram um málið en þó einkum vegna ályktun Dögunar sem lak úr pósthólfi flokksins,“ segir ennfremur í svarinu.

Þá hafi stjórnin hvatt Sæþór til að leita réttar síns sem hann og gerði. Málið sé nú á borði lögreglu en búast megi við því að rannsókn taki langan tíma, og er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það megi meðal annars rekja niðurskurðar og aðhalds hjá hinu opinbera.

„Stjórnin mat það því sem svo, út frá fyrrnefndum atriðum og röksemdum, að ekki lægi fyrir nægileg ástæða til að víkja formanni úr embætti né að hann stígi tímabundið til hliðar að svo stöddu. Ef frekari gögn lægu fyrir eða einstaklingar með beinar ásakanir þá væri málið annars eðlis og stjórnin hefði brugðist við á annan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Í gær

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi