fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 17:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, tók sér níu mánaða leyfi frá þingstörfum og er nú búin að koma sér fyrir í New York. Áslaug Arna mun í vetur leggja stund á meistaranám í stjórnsýslu og alþjóðlegri leiðtogahæfni (e. MPA – Master in Public Administration in Global Leadership) við Columbia háskóla og sagðist hún í vor vera að elta langþráðan draum með náminu.

Sjá einnig: Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna kom til New York 29. júní og setti sér markmið að vera innan við viku að koma sér fyrir í íbúð sinni svo hún gæti lagst yfir skólabækurnar.

„Smá innlit í íbúðina hér í New York. Setti mér markmið að reyna koma mér hratt en vel fyrir á innan við viku sem tókst, til að geta byrjað að læra. Sumarfríið verður bara upplifunin þess á milli að fá að búa hér,“ segir Áslaug Arna í færslu á Instagram.

Faðir Áslaugar Örnu og eiginkona hans hjálpuðu Áslaugu Örnu að kaupa húsgögn í Ikea, bera þau upp í íbúðina sem er á 4. hæð og engin lyfta og koma öllu fyrir í íbúðinni.

Í tveimur færslum á Instagram sýnir Áslaug Arna frá götunni sem hún mun búa í næstu mánuði og frá íbúðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir