fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. júlí 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón G Hauksson og Sigurður Már Jónsson segja ríkisstjórnina skattaglaða. Nú stendur til að auka skatta á orkuveitur sem eru í opinberri eigu og í einokunarstöðu og þá mun ferðaþjónustan sömuleiðis finna fyrir hugmyndum ríkisstjórnarinnar um auðlindagjöld.

„Fyrirtæki í landinu þau eru með ríkisstjórn sem er skattaglöð. Nú á að fara að herja á ferðaþjónustuna væntanlega, hitaveita landsmanna, nú á að fara að setja eitthvert gjald þar þannig að orkuverð á Íslandi er augljóslega að fara að hækka,“ segir Jón í nýjasta þætti þeirra félaga í Hluthafaspjallinu.

„Öll þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og hver borgar það þá, þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu,“ segir Sigurður.

Jón rifjar upp þegar Jón Gnarr, þá borgarstjóri í Reykjavík, lýsti Orkuveituna gjaldþrota.

„Menn komu hérna frá Norræna fjárfestingarbankanum í einkaflugvélum hver á fætur öðrum sem höfðu lánað Orkuveitunni. Hvað gerði svo Jón Gnarr til þess? Fyrst var nú tekið þarna vatnsveitugjald, það var tekið út úr fasteignagjöldum. Síðan er það alveg hækkað og hækkað þannig að bæði fasteignagjöld og þetta vatnsveitugjald það fer upp. Svo hækkaði hann náttúrlega bara verðið. Grínistinn, hann bara sagði ókei og hækkaði þá verðið. Það er engin samkeppni, þetta er bara einokun. Við getum gert hvað sem er. Nei koma þá ekki hver af öðrum hlaupandi upp og segja hallelúja, hallelúja með Jón Gnarr. Hann bjargaði Hitaveitunni, hann bjargaði Orkuveitunni. Það er enginn vandi að bara hækka verðið þegar þú ert með einokun og þú ert fastur í kerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega