Patrick D. Proefriedt, sem myrti 3 vikna dóttur sína með lásboga, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Proefiedt skaut að eiginkonu sinni sem hélt á dótturinni.
Tímaritið People greinir frá þessu.
Atvikið átti sér stað í New York borg í Bandaríkjunum þann 28. febrúar árið 2023. Patrick átti þá í miklu rifrildi við eiginkonu sína, Megan, sem endaði með að hann náði í lásboga og skaut að henni.
Megan hélt á nýfæddri dóttur þeirra, Elenor, sem fékk örina úr lásboganum í gegnum búkinn í gegnum handarkrikann. Örin hafnaði svo í bringu Megan og særði hana.
Því næst dró Patrick örina úr sárinu og tók farsímann af Megan til að hún gæti ekki hringt á neyðarlínuna. Hann faldi símann í húsinu og flúði svo af vettvangi á eina bíl hjónanna.
Megan náði að finna símann og hringja á neyðarlínuna en allt kom fyrir ekki. Elenor var látin.
Patrick játaði manndráp af gáleysi en var dæmdur fyrir morð af dómara í New York. Hann fékk eins og áður sagði 25 ára fangelsisdóm fyrir ódæðið.