fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 20:30

Patrick Proefiedt mun sitja lengi í fangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick D. Proefriedt, sem myrti 3 vikna dóttur sína með lásboga, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Proefiedt skaut að eiginkonu sinni sem hélt á dótturinni.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í New York borg í Bandaríkjunum þann 28. febrúar árið 2023. Patrick átti þá í miklu rifrildi við eiginkonu sína, Megan, sem endaði með að hann náði í lásboga og skaut að henni.

Megan hélt á nýfæddri dóttur þeirra, Elenor, sem fékk örina úr lásboganum í gegnum búkinn í gegnum handarkrikann. Örin hafnaði svo í bringu Megan og særði hana.

Sjá einnig:

Harmleikur í New York – Sakaður um að hafa drepið þriggja vikna dóttur sína með skoti úr lásboga

Því næst dró Patrick örina úr sárinu og tók farsímann af Megan til að hún gæti ekki hringt á neyðarlínuna. Hann faldi símann í húsinu og flúði svo af vettvangi á eina bíl hjónanna.

Megan náði að finna símann og hringja á neyðarlínuna en allt kom fyrir ekki. Elenor var látin.

Patrick játaði manndráp af gáleysi en var dæmdur fyrir morð af dómara í New York. Hann fékk eins og áður sagði 25 ára fangelsisdóm fyrir ódæðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun
Fréttir
Í gær

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“