fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Páll Vilhjálmsson sýknaður af kæru Samtakanna 78 – Sakaður um hatursáróður í garð hinsegin fólks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. júlí 2025 13:59

Páll Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og landsfrægur bloggari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík fyrir hatursorðræðu.

Samtökin 78 kærðu Pál til lögreglu vegna ummæla í bloggfærslum hans um hinsegin námsefni í skólum. Ákærusvið lögreglunnar ákærði hann síðan fyrir brot á a.-lið 233. greinar hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Ákært var vegna eftirfarandi tveggja ummæla í bloggpistlum Páls:

1. Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.

2. Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi – BDSM. Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.

Ekki talinn hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar

Í dómsniðurstöðunni kemur fram að Páll hafi gert skýra grein fyrir ummælunum fyrir dómi og rökstutt þau. Jafnframt hafi komið glöggt fram að ummæli hans voru innlegg í þjóðfélagsumræðu um málefni sem mjög skiptar skoðanir eru um. Í dómnum segir að ekki verði séð að Páll hafi með ummælunum við tjáð ógnun eða háð í garð tiltekins hóps manna vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra. Einnig verði ekki séð að hann hafi með ummælum sínum dreift rógbugði eða smánað hóp fólks eða Samtökin 78. „Verður eigi heldur, að virtum skýringum ákærða og gögnum málsins, ekki séð að tjáning ákærða, sem hann er ákærður fyrir í málinu, feli hlutrænt í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingui að telja megi hana til hatursoðræðu í garð þess hóps fólk sem henni var beint að,“ segir í dómum.

Í dómnum er minnt á að umrædd lagagrein sem Páll var sakaður um brot á feli í sér takmörkun á tjáningarfrelsi sem tryggt er í stjórnarskrá og hana beri af þeim sökum að túlka þröngt. Segir að ekki verði talið að Páll hafi með ummælum sínum farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar, „allra síst að teknu tilliti til þeirra sönnunarkrafna sem gerðar eru í sakamálum.“

Páll Vilhjálmsson er því sýkn af kröfum ákæruvaldsins í þessu máli. Verjandi hans í málinu var Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð