fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daníelsson segir stjórnarandstöðuna á Alþingi vannýtta auðlind og leggur til að ríkissjóður nýti sér gríðarlega tekjumöguleika sem þar felast og hreinlega „lottóvæði“ stjórnarandstöðuna.

Í grein sinni segir Jón stjórnarandstöðuna sýna aðdáunarvert úthald við að opna munninn og loka honum til skiptis. 

„Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur.“

Jón leggur til að Íslensk getspá grípi gullgæsina og taki saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veiti fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni.

„Til dæmis um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli.“ 

Segist Jón gera hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. „Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum.

Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól.

Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni.“

Jón segir að ríkissjóður þurfi ekki langan tíma, með samningum um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin, til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. 

„Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur