Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er runninn upp leikdagur í Thun, þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því finnska á EM.
Um fyrsta leik mótsins er að ræða og mikilvægi leiksins mikið, en í riðli Íslands eru einnig Sviss og Noregur.
Það er stemning farin að myndast í Thun en óhætt er að segja að hitinn sé orðinn töluvert mikill, um 30 gráður og sól.
Stemningin á án efa eftir að stigmagnast þegar líður á daginn. Sem stendur eru það aðallega Finnar sem halda uppi stuðinu í fan zone hér í Thun.