Dani Carvajal, goðsögn Real Madrid, er tilbúinn að spila hvar sem er fyrir liðið í vetur ef hann fær traustið frá Xabi Alonso.
Alonso tók við taumunum hjá Real í sumar en hann er fyrrum leikmaður liðsins og var áður stjóri Bayer Leverkusen.
Carvajal hefur verið fastamaður í liði Real í mörg ár en hann er orðinn 33 ára gamall og er óvíst hvort hann verði númer eitt í bakverðinum undir stjórn Alonso.
,,Ég skal spila hvar sem er, meira að segja í markinu. Ég hef spilað í miðverði, vinstri bakverði og á vængnum,“ sagði Carvajal.
,,Ég er alltaf tilbúinn í að gera það sem stjórinn biður um um, ég vil hjálpa á þann hátt sem ég get.“