fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. júní 2025 17:30

Jake E. Lee varð óvænt fyrir skotárás í haust. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Jake E. Lee sem varð fyrir alvarlegri og handahófskenndri skotárás í haust mun koma fram á lokatónleikum þungarokkssveitarinnar Black Sabbath á laugardag. Mennirnir sem skutu hann voru gómaðir og höfðu myrt tvo aðra.

Greint var frá því í október síðastliðnum að Jake E. Lee hafi orðið fyrir handahófskenndri skotárás. Lee er einna þekktastur fyrir að hafa verið gítarleikari í hljómsveit Ozzy Osbourne um miðjan níunda áratuginn og þótti ansi lunkinn á strengina sex.

Lee, sem er 68 ára gamall, var á göngu með hundinn sinn í borginni Las Vegas þegar hann var skotinn þrisvar sinnum. Ein kúlan fór í bringuna, ein í fótinn og ein í handlegginn. Blessunarlega hafnaði engin þeirra í mikilvægu líffæri og Lee náði sér að fullu.

Eins og segir í frétt miðilsins Metal Addicts þá greinir Lee frá því að árásarmennirnir tveir hafi verið gómaðir og dæmdir. Refsingin yfir þeim verði ákveðin í næsta mánuði.

„Byssan var tengd við tvö önnur morð þannig að málið mitt er hálfgert aukaatriði. Þeir fara í fangelsi í langan tíma,“ sagði Lee.

Sjá einnig:

Fyrrverandi gítarleikari Ozzy Osbourne skotinn þrisvar á göngu með hundinn

Lee greindi einnig frá því að hann muni koma fram á lokatónleikum Black Sabbath og Ozzy Osbourne á laugardag. Tónleikarnir, sem bera yfirskriftina Back to the Beginning fara fram á Villa Park í Birmingham og slegist hefur verið um miðana. En auk þeirra koma fram Metallica, Slayer, Pantera, Guns ´n Roses, Tool, Gojira, Anthrax, Mastodon og margar fleiri stórsveitir til að hylla hljómsveitina sem byrjaði þungarokkið fyrir 55 árum síðan.

„Ég er spenntur fyrir því að deila sviðinu með þessum topp tónlistarmönnum,“ sagði Lee.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Horfni fiðluleikarinn og grunsamlega vinkonan með skuggalegu fortíðina – Gerði leigusamning um íbúð á Selfossi eftir hvarfið

Horfni fiðluleikarinn og grunsamlega vinkonan með skuggalegu fortíðina – Gerði leigusamning um íbúð á Selfossi eftir hvarfið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar – Ætla að greiða málskostnaðartryggingu unga öryrkjans

Lýsa yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar – Ætla að greiða málskostnaðartryggingu unga öryrkjans