fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Eyjan
Föstudaginn 27. júní 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, hefur stofnað til undirskriftasöfnunar á island.is þar sem skorað er á þingmenn að stöðva málþófið um veiðigjaldafrumvarpið.

„Við undirrituð skorum á Alþingismenn að stöðva hið snarasta það málþóf sem verið hefur í gangi í þinginu og samþykkja veiðigjaldafrumvarpið.“

Sem stendur hafa aðeins 83 skrifað undir, en listinn var stofnaður í dag.

Mörgum þykir tími til kominn að stjórnarliðar beiti svokölluðu kjarnorkuákvæði sem má finna í 71. gr. þingskaparlaga. Þar segir að ef umræður dragast úr hófi fram geti forseti Alþingis úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns fari ekki umfram ákveðna tímalengd og getur forseti eins lagt til að umræðum um mál skuli lokið að ákveðnum tíma, að því gefnu að umræður hafi staðið lengur en í þrjár klukkustundir alls. Geri forseti slíka tillögu skal bera hana umræðulaust undir atkvæði þar sem afl atkvæða ræður úrslitum.

Forseti er ekki sá eini sem getur komið með slíka tillögu heldur geta níu eða fleiri þingmenn tekið sig saman og krafist þess að atkvæði séu greidd um það að umræðu skuli lokið eða að umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns verði takmarkaður.

Stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson hefur til dæmis lýst yfir stuðningi við að meirihlutinn stöðvi málþófið, en hann hafði áður mælt gegn því. Á miðvikudag birti hann færslu á Faceook þar sem hann sagði að rökin fyrir beitingu kjarnorkuákvæðisins séu að allar deilur þurfi að taka enda og að réttmæt og kjörin stjórnvöld verði að skapa sér ráðrúm til að stjórna.

„Lýðræðið er svo sannarlega niðurlægt með málþófinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling