fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Dómur þyngdur yfir Ásgeiri Þór fyrir jólaskotárásina á Hvaleyrarholti – Skaut sex skotum að 9 ára stúlku og föður hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. júní 2025 17:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm héraðsdóms yfir Ásgeir Þór Önnusyni vegna skotárásar inni á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023.

Ásgeir Þór var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa ásamt öðrum manni ruðst grímuklæddur inn á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023. Skaut hann þar án viðvörunar samtals sex skotum úr skammbyssu að níu ára stúlkubarni og föður hennar en faðirinn skýldi barninu á meðan skothríðinni stóð. Fjögur skot höfnuðu á vegg hægra megin við inngang herbergisins þar sem þau breyttu um stefnu inn í stofuna þannig að ákoma myndaðist á glerplötu sófaborðs og innra byrði rúðu brotnaði. Eitt skot fór í gegnum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.

Sjá einnig: Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti:Ásgeir Þór fær 5 ár fyrir tilraun til manndráps

Ásgeir hlaut fimm ára fangelsi í héraðsdómi fyrir glæpinn en Landsréttur þyngir dóminn í sex ára fangelsi.

Landsréttur staðfestir dóma yfir tveimur öðrum sakborningum í málinu, þeim Breka Þór Frímannssyni og Hilmi Gauta Bjarnasyni. Breki Þór var dæmdur fyrir hlutdeild í brotum Ásgeirs Þórs með því að hafa liðsinnt honum við undirbúning og framkvæmd brotsins, meðal annars með því að greiða Hilmi Gauta Bjarnasyni 80 þúsund krónur fyrir að taka þeim á vettvang, auk þess að ryðjast grímuklæddur með Breka Þór inn í íbúðina. Hilmir Gauti var sakfelldur fyrir hlutdeild í brotinu með því að aka tvímenningunum gegn greiðslu.

Breki Þór fékk 30 mánaða fangelsi og Hilmir Gauti eins árs skilorðsbundið fangelsi.

Landsréttur vísaði hins vegar frá dómi þeim hluta ákærunnar sem tekur til húsbrots og teljast sakborningarnir ekki lengur sekir um það.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi