fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Fékk áfall þegar hann komst að því að hann hefði gift sig án þess að vita af því

Pressan
Föstudaginn 20. júní 2025 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er öll vitleysan eins. Þessu komst maður í Texas að nýlegar þegar hann uppgötvaði sér til skelfingar að hann var ekki lengur einhleypur heldur giftur. Hann kannaðist nefnilega ekkert við að hafa gift sig og nú situr „eiginkona“ hans í gæsluvarðhaldi ákærð fyrir umsáturseinelti.

Kristin Marie Spearman er 36 ára gömul og þolandi hennar, sem nýtur nafnleyndar í umfjöllun fjölmiðla, er 42 ára. Lögreglustjórinn í Beverly Hills, Kory Martin, lýsir því svo að embætti hans hafi borist undarlegt símtal á föstudaginn. Á hinni línunni var 42 ára þolandinn í málinu sem greindi frá því að hafa fengið sendingu frá fyrrverandi kærustu sem vakti áhyggjur hans. Í sendingunni var nefnilega hjúskaparvottorð sem sýndi að hann væri giftur.

Þolandinn sagðist hafa átt í ástarsambandi við Spearman og þau ætluðu að gifta sig. Þau fengu því leyfi til að ganga í hjúskap í júní, en slitu trúlofun sinni áður en athöfnin fór fram. Því hafi það komið manninum að óvörum að hann sé í dag giftur.

Martin lögreglustjóri segir að rannsókn hafi leitt í ljós að Spearman hafi sannfært prest um að framkvæma hjónavígslu þó að brúðguminn væri ekki á staðnum. Síðan fór Spearman með pappírana til sýslumanns til að fá hjónabandið formlega skráð og fékk vottorð þess efnis.

Þetta athæfi er ólöglegt og Spearman var því handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald.

The Hill greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi