fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 09:45

Jón Þröstur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í gær eru írskir lögreglumenn væntanlegir til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að til standi að taka skýrslur af um 35 manns vegna málsins og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veita liðsinni vegna þess.

Sjá einnig: Hvarf Jóns Þrastar Jónssonar:Írskir lögreglumenn munu taka skýrslur af 35 manns hérlendis

Irish Times fjallaði um þetta í gærkvöldi en í umfjöllun miðilsins kom fram að aðstandendur Jóns telji jafnvel að launmorðingi hafi myrt Jón en farið mannavillt. Hann hafi ætlað að ráða annan íslenskan karlmann af dögum sem var staddur á Írlandi á þessum tíma.

Í frétt Irish Times kemur fram að írska lögreglan telji að einstaklingar hér á landi búi yfir vitneskju um hvað gerðist en treysti sér ekki til að ræða það við íslensk lögregluyfirvöld. Vonast írska lögreglan til þess að þessir einstaklingar séu frekar til í að ræða við hana en þá íslensku.

Fulltrúar írsku og íslensku lögreglunnar hittust í höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi fyrir skemmstu þar sem lagt var á ráðin um samstarf og fyrirkomulag rannsóknar. Á þeim fundi er írska lögreglan sögð hafa látið kollega sína á Íslandi fá lista yfir einstaklinga sem þeir vilja ræða við.

Jón Þröstur, fjögurra barna faðir, hvarf þann 9. febrúar 2019 eftir að hann sást yfirgefa Bonnington-hótelið í norðurhluta Dublin. Hann sást á öryggismyndavélum skammt frá hótelinu en síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“