fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íranir sagðir hafa 48 tíma til að bjarga sér – Annars mæta Bandaríkin til leiks

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður skoða það alvarlega að taka beinan þátt í því stríði sem ríkir á milli Írans og Ísraels með því að gera árás á Íran.

Trump fundaði í gær með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í Hvíta húsinu og herma heimildir ABC að niðurstaðan þar hafi verið á þá leið að næstu 24 til 48 klukkutímarnir geti ráðið úrslitum um hvort diplómatísk lausn sé möguleg. Ef ekki gæti Bandaríkjaforseti ákveðið að ráðast á Íran.

Fyrir fundinn í gær kallaði Trump eftir uppgjöf Írans og sagði að Bandaríkin vissu nákvæmlega hvar Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, væri og þeir gætu hæglega tekið hann úr umferð – eða drepið hann.

Í frétt ABC kemur fram að þrátt fyrir orðræðu sem gefur til kynna hernaðarhótanir telji bandarískir samningamenn að Íran sé í veikri stöðu og gæti neyðst til að setjast að samningaborðinu og samþykkja samkomulag sem myndi fela í sér að landið hverfi alveg frá kjarnorkuáætlun sinni.

Átök Írans og Ísraels halda áfram en íranska stjórnin er sögð hafa gefið merki um vilja til að hefja aftur viðræður við Bandaríkin. Bættu heimildarmenn við að ríkisstjórn Trumps hefði krafist skýrari skuldbindinga áður en hún hættir að velta mögulegum hernaðaraðgerðum fyrir sér.

Sé Íran reiðubúið að koma að samningaborðinu telja heimildarmenn að jafnvel strax í þessari viku verði unnt að koma á fundi þar sem samkomulag næst vonandi. En til að það gerist muni Íran þurfa að bregðast hratt við enda fari þolinmæði Trumps forseta gagnvart ástandinu í Miðausturlöndum þverrandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast