fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. júní 2025 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Jónsson var í dag ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir tekur við embættinu 1. ágúst nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, af embætti.

Sverrir var valinn úr hópi 20 umsækjenda en tveir drógu umsókn sína til baka í ráðningarferlinu, eins og segir í tilkynningu á vef þingsins.

Sverrir Jónsson lauk BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Sverrir hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, m.a. sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins.

Að mati forsætisnefndar hefur Sverrir viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.

Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?