fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn var sakaður um umsáturseinelti með því að hafa á mánaðartímabili árið 2024 endurtekið sett sig í samband við konuna og þar meðal annars haft uppi líflátshótanir. Þessi háttsemi var talin til þess fallin að valda konunni hræðslu eða kvíða.

Eins var hann sakaður um ítrekuð brot gegn nálgunarbanni með símhringingum og einnig fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og umsáturseinelti fyrir að hafa hnýst í tölvupóstreikning og samfélagsmiðlareikninga konunnar eftir að hafa með blekkingum aflað sér símkorts á símanúmeri hennar hjá Vodafone. Loks fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og umsáturseinelti með því að hafa í heimildarleysi hnýst í aðgang konunnar að stefnumótaforritinu Smitten og þannig haft samskipti við aðra aðila í hennar nafni sem sum voru kynferðislegs eðlis.

Ákæruvaldið féll frá kærulið sem varðaði misnotkun á Smitten-aðgangi konunnar og umsáturseinelti í formi þess að hnýsast í tölvupósta og samfélagsmiðla konunnar. Maðurinn játaði skýlaust brot sín.

Dómari rakti að maðurinn hafði árið 2024 hlotið dóm fyrir eignaspjöll og fyrir akstur án gildra ökuréttinda. Eins hlaut hann annan dóm sama ár þar sem hann hlaut tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Ekki er tekið fram fyrir hvað maðurinn hlaut fangelsisdóminn, en vegna fyrri brotasögu hlaut hann að þessu sinni hegningarauka. Dómari tók fram að maðurinn hefði nú verið sakfelldur fyrir margendurtekin brot gegn nálgunarbanni, fyrir brot gegn friðhelgi konunnar og fyrir umsáturseinelti. Maðurinn hefði þannig sýnt einbeittan brotavilja. Hæfileg refsing þótti fangelsi í tvo mánuði sem þrátt fyrir alvarleika brots er skilorðsbundin til tveggja ára.

Konan fór fram á 4 milljónir í miskabætur. Dómari rakti að með háttsemi sinni hefði maðurinn gerst sekur um persónulega meingerð gagnvart friði konunnar og þannig bakað sér bótaskyldu. Háttsemi hans væri alvarleg og almennt til þess fallin að valda andlegum áföllum og vanlíðan. Samkvæmt sálfræðingi hefði konan verið í viðtalsmeðferð þar sem hún greindi frá djúpstæðum áföllum í kjölfar atvika málsins sem hafi haft veruleg áhrif á andlega líðan hennar. Konan greindi frá því að líf hennar hafi breyst verulega í kjölfar atburðanna og hún hafi upplifað djúpar persónulegar breytingar. Hún sýndi alvarleg einkenni áfallastreitu og taldi sálfræðingur mikilvægt að hún fengi áframhaldandi meðferð til að vinna úr einkennunum og styrkja getu sína til að takast á við daglegt líf og þar með talið að öðlast færni til að snúa aftur á vinnumarkað.

Miskabætur þóttu hæfilega metnar 600 þúsund krónur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 3. júní sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg