fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Fjölskylda Víglundar fékk einstaka gjöf afhenta

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. júní 2025 12:47

Haukholtahjón, Þorsteinn og Steinunn, ásamt dætrum sínum Heiðdísi Hönnu og Svövu Björt. Elsti sonurinn, Loftur, var því miður ekki heima þegar vélin kom í hlaðið. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenfélag Hrunamannahrepps færði fjölskyldu Víglundar Þorsteinssonar, sem lést í hræðilegu slysi í Hvítá í lok maí, einstaka gjöf í gær; draumavél Víglundar og föður hans. 

Söfnun var sett af stað fyrir fjölskyldu Víglundar sem kvenfélagið sá um og vill félagið þakka öllum sem lagt hafa söfnuninni lið fyrir stuðninginn.

Það er ómetanlegt að finna hve margir eru tilbúnir að hjálpa til við að létta fjárhagsáhyggjum af fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Söfnunin gengur vonum framar. Svo vel reyndar að  formaður félagsins, sóknarpresturinn okkar ásamt nánum frænda hafa undanfarið unnið að því að finna og kaupa það sem kæmi sér best fyrir fjölskylduna á þessum tímapunkti. Jarðvinna og heyskapur í sveitinni bíða ekki, svo niðurstaðan var dráttarvél, þar sem þeirra aðalvél eyðilagðist í slysinu.

Dráttarvélin nýja: Mynd: Facebook.

Í færslu kvenfélagsins á Facebook segir að söfnuninni sé ekki lokið, en hluti söfnunarfjárins hafi farið í kaup á dráttarvélinni. Sjá reikningsupplýsingar neðst í greininni.

Við vorum svo heppin að finna draumavél þeirra feðga Víglundar og Steina, John Deer 6120 M, á viðráðanlegu verði. Frændinn keyrði hana í morgun úr Reykjavík og var hún afhent fjölskyldunni í Haukholtum eftir hádegið í dag, 11. júní.

Það var augljóst að þungu fargi var létt af þeim hjónum, að þurfa ekki, í allri sorginni, að nota dýrmætan tíma í að finna og fjármagna dráttarvél sem er þeim svo nauðsynleg.

Eins og sjá má á myndinni þá var afturrúðan sérstaklega merkt.

Víglundur Þorsteinsson. Mynd: Facebook.
Haukholtahjón, Þorsteinn og Steinunn, ásamt dætrum sínum Heiðdísi Hönnu og Svövu Björt. Elsti sonurinn, Loftur, var því miður ekki heima þegar vélin kom í hlaðið. Mynd: Facebook.
Kvenfélag Hrunamannahrepps heldur utan um söfnunarreikning fyrir fjölskylduna.
Reikningur: 0325-22-001401
Kennitala: 700169-7239
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg