fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. júní 2025 08:30

Svali, Auðun og Steingrímur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og almannatengill, fagnar í dag 36 ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM957. Segist hann hafa verið annar starfsmaður stöðvarinnar og átt hugmyndina að nafninu. Útvarpsstöðin eigi alltaf pláss í hjarta hans.

„Það vita það líklega fáir að upphaflega átti stöðina að heita Ný-Bylgjan en það fannst mér vont nafn. Ég andmælti því nafngiftinni og sagði flest öll önnur nöfn í heiminum betri. Stofnendur stöðvarinnar, sem voru þrír talsins, skoruðu því á mig að finna betra nafn á innan sólarhring, ellegar sætta mig við orðinn hlut.“

Steingrímur segist hafa lagt hausinn í bleyti og stungið svo upp á því að láta stöðina einfaldlega heita það sama og útsendingartíðnin.

„Vera ekkert að elta Rás 2, Bylgjuna og Stjörnuna, fara aðra leið og nefna hana bara eftir framburðinum á tíðninni: Effemmníufimmsjö. Það varð úr og 13. júní 1989 fór stöðin í loftið í kjallaranum á húsnæði Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Sjálfur var ég tvisvar á dag i loftinu. Fyrst frá 10:00 – 13:00 og svo frá 17:00 – 19:00. Tvennt var alltaf á dagskrá; 1. Spila Hold on, I´m Coming með Sam og Dave á slaginu kl. 12:00 og hins vegar að segja frá skrýtlunum um Ferdinand sem birtust í blöðunum en þær eru orðalausar myndaskrýtlur sem eru þær verstu í heiminum og enn verri ef reynt er að útskýra þær í útvarpi. Algjörlega gersneyddar öllum húmor – og það er húmor.“

Ferdinand 13. júní 1989. Mynd: Skjáskot Timarit.is/Morgunblaðið 13. júní 1989

Steingrímur segist hafa átt það til á FM957 tímanum að endurnefna menn. Auðun Georg Ólafsson, sem í dag starfar sem fréttamaður á Sýn, hafi til dæmis aldrei verið kallaður neitt nema Auðun eða Aui

„þangað til hann lenti í mér. Ég kallaði hann eftir það alltaf Nunni. Sigvaldi Kaldalóns fékk nafnið Svali á fjölmennum starfsmannafundi og fleiri fengu nöfn sem ýmist festust við þá eða ekki.

Sum nöfnin eru gleymd og grafin en eitt þeirra lifir þó enn og fagnar 36 ára afmæli á morgun; FM957. Á hádegi á morgun er ég að hugsa um, í tilefni dagsins, að reyna að finna gamla Ferdinand skrýtlu og spila Sam og Dave…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“