fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Bandarísk kona deilir upplifun sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu – Hissa þegar hún fékk reikninginn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 12:33

Casie til vinstri. Myndin til hægri tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Casie Cattie var stödd á Íslandi í síðasta mánuði og var lögð inn á sjúkrahús vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda.

Hún lýsir upplifun sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu, miðað við það bandaríska, í myndbandi sem hefur vakið athygli á TikTok. Hún segir einnig frá því hvað læknismeðferðin og sjúkrahúsdvölin kostaði hana og segir að í Bandaríkjunum hefði þetta verið allavega tífalt dýrara.

Casie segir að hún hafi aldrei upplifað jafn skilvirkt ferli hjá heilbrigðisþjónustu, en hún er sjálf hjúkrunarfræðingur og hefur því séð ýmislegt.

Hún var tvær nætur á bráðamóttökunni og eina nótt til viðbótar á sjúkrahúsinu. Hún fer yfir alla læknismeðferðina í myndbandinu, en hún fór meðal annars í röntgenmyndatöku og tölvusneiðmyndatöku, það var einnig sett upp slanga – og síðar tekin – í brjóstholið.

Casie segir að þetta hafi kostað hana allt samtals um 1.450.000 krónur eða 11.500 bandaríska dali.

„Ég veit hvað þið eruð að hugsa, þetta er mikill peningur, ég skil það. En ef þetta hefði gerst fyrir mig í Bandaríkjunum og ég væri ekki tryggð, þá hefði verið allavega eitt núll í viðbót við upphæðina.“

Casie talar jákvætt um íslenska heilbrigðisstarfsfólkið.

„Ég fann öðruvísi tengingu við læknana á Íslandi. Ég veit ekki hvort það hafi bara verið vegna þess að ég vissi að þeir væru ekki að græða á mér, þeir voru bara þarna því þá langaði að hjálpa mér og þetta er það sem þá langar að gera í lífinu.“

@caseycattie ok but which European on here wants to marry me so I can get free healthcare forever 💍 #hospital #iceland #socialism #healthcare #europe #international #travel #universalhealthcare ♬ original sound – casey 🌸

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig